Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.11.2008 | 07:05
Í kreppunni felast tækifæri.
Nú er virðist almenningur heima á Íslandi vera að vakna, vakna upp við vondan draum. Það er komið í ljós að það samfélag sem búið var að skapa heima á Íslandi var reist á brauðfótum og gott betur en það. Engin ábyrgð hjá ráðamönnum og engum dettur til hugar að segja af sér eða draga sig í hlé, enda sjá þeir nú ekki ástæðu til þar sem vandinn er jú einhverjum öðrum að kenna.
Ég nenni ekki að eltast við það nú hver gerði hvað og hvernig þetta allt kom til, það á eftir að skoða það vel á næstunni. En það er ljóst að núna er tækifæri til að stokka spilin og skapa nýtt samfélag.
Ísland er smáríki. Stærð þess býður upp á möguleika til að útfæra lýðræði á annan hátt heldur en er gert í stærri samfélögum. Nútímatækni býður upp á möguleika til að kjósa án verulegs kostnaðar og fyrirhafnar um svo að segja hvað sem er. Það er ekkert því til fyrirstöðu að skapa stjórnmálakerfi sem gerir okkur kjósendum kleyft að hafa mun meiri áhrif á lagasetningu og stjórn samfélagsins í heild. Að koma í veg fyrir þessa fáránlegu pólítík sem tröllriðið hefur Íslandi síðustu áratugi t.d. í Reykjavík síðustu ár.
Núna þarf að kjósa til þings sem getur gert breytingar á stjórnarskrá og mynda þjóðstjórn sem getur stýrt landinu þar til hægt er að kjósa eftir nýju fyrirkomulagi.
Það þarf að koma inn þjóðaratkvæðagreiðsluákvæði í stjórnarskrá og gera kjósendum kleyft að virkja það með samstöðu ef þeim finnst þörf krefja.
Það þarf að gera landið að einu kjördæmi og jafna atkvæðisrétt að fullu.
Það þarf að gera fólki kleyft að kjósa einstaklinga en ekki bara flokka á þing.
Það þarf að gera kjósendum kleyft að kjósa menn út á miðju kjörtímabili ef þeir eru ekki að standa sig.
Það þarf að gera þingið virkt, eins og nú er þá er lagasetning á höndum framkvæmdavaldsins, þingið er í raun bara brandari.
Það þarf að aðskilja að fullu framkvæmdavald og dómsvald og koma í veg fyrir að ráðherrar geti troðið sínum mönnum í embætti dómara.
Það þarf að afnema skipunarvald ráðherra.
Sköpum nýtt samfélag með lýðræði og manngildi að leiðarljósi.
5.11.2008 | 20:35
Er ekki í lagi með ykkur?
Nú er svo komið að ég get ekki orða bundist, ég er búinn að sitja hér úti í Danmörku og fylgjast með fréttum og bloggi heim á Íslandi. Skil ekki hinn almenna Íslending og þó. Það virðist nefnilega vera þannig að hægt sé að bjóða almenningi heima upp á sömu vitleysuna endalaust og enginn gerir neitt. Búið að ala Íslendinga upp í ótta frá barnsaldri og alltaf eru til staðar þessir stjórnmálasnillingar sem þykjast allt vita og öllu geta bjargað. Margir þeirra einstaklingar sem aldrei hafa virkilega þurft að hafa fyrir lífinu, heldur hafa hangið í rasshárum fyrri kynslóðar stjórnmálasnillinga. Og hvernig hafa þeir bjargað málunum síðustu áratugi?
Nú er svo komið að Ísland er í raun gjaldþrota. Meistararnir sem gáfu eigur þjóðarinnar og létu hjá líðast að setja reglur um hvernig ætti að fara með þær sitja nú og bera af sér allar sakir og benda á einhverja aðra og segja að þetta sé þeim að kenna. Málið er bara að þetta er ekkert nýtt, eini munurinn er að nú vorum við farin að spila um stærri upphæðir og hætta meiru en áður var. Það er alltaf sama sagan heima á Íslandi, venzl og tengsl skipta öllu máli. Það er ekki aðalatriði hvort skuldari geti borgað það sem hann fær að láni ef hann er rétt staðsettur í pólitík eða rétt ættaður. Spilling á Íslandi er eins og í versta bananalýðveldi og virðist ekki vera mikil von til að það breytist ef fólk fer ekki að taka við sér og gera eitthvað sjálft í málunum.
Það er mikið talað um að halda stillingu sinni og vinna saman til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma!!! Þvílíkt rugl. Hefur einhver tekið eftir því að ráðherrar til að mynda ætli að gefa eftir eitthvað af sínum tekjum eða klípa aðeins af þessum smánarlegu eftirlaunum sem þeir hafa komið sér upp? Eða að einhverjir þingmenn séu tilbúnir að gera slíkt hið sama? það virðist eiga að mjólka almenning eins og venjulega og það versta er að fólk virðist ætla að láta hræða sig til að gera akkúrat það, að borga.
Það hafa flestir gleymt því að samtakamáttur almennings er sterkari en flest annað og hefur verið drifkraftur í flestum meiriháttar samfélagsbreytingum frá örófi alda. Ef að nógu margir taka sig saman og framkvæma þá eru takmörk fyrir því hvað hægt er að gera við því. Ef til dæmis einhverjar þúsundir Íslandinga eða tugþúsundir hætta að borga lánin sín eða hætta í viðskiptum við þessa þjóðnýttu banka, og t.d. borga ekki skuldir sínar við þá hvað haldið þið að gerist. Haldið þið virkilega að farið verið með alla í gjaldþrot? Nei. Það verður samið um einhverja hagstæða lausn. Eins er ef fólk virkilega fer að krefjast kosninga, má ekki t.d. leggja niður vinnu einn dag í viku til að krefjast þess? Eða safnast almennilega saman einu sinni í viku?
Það þarf líka að breyta stjórnmálagríninu sem er í gangi, gera landið að einu kjördæmi og t.d. kjósa menn á þing en ekki flokka. Og geta kosið þá út hvenær sem er ef þeir ekki eru að standa sig. Og koma DO úr umferð.
Endilega látið heyra í ykkur og í guðana bænum gerið eitthvað. Látið ekki taka ykkur í ósmurt endalaust!!!
Kveðja frá Danmörku
23.6.2008 | 18:53
Ísland í dag!!
30.4.2008 | 21:31
Virðing!!
29.4.2008 | 21:06
Get ekki orða bundist
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 16:40
Með höfuðið í sandinum!
Það er dálítið skrítið að sitja hérna í Danaveldi og fylgjast með lífinu heima á Íslandi. Sjálfsmiðað er sú skilgreining sem mér finnst núna að gildi fyrir Íslenskt samfélag. Hvernig dettur pistlahöfundi á Mogganum í hug að þeir sem vinni að úrbótum í loftslagsmálum erlendis séu þar með í samkeppni við Íslendinga, heldur hann að hvergi í veröldinni séu menn að huga að þessu annarsstaðar en á klakanum? Íslendingum finnst einhvernveginn að þeir séu alltaf í fararbroddi þó svo að það sé ekki raunin.
Hér í Danmörku er ekki bara töluverð umræða um þessi mál, fólk gerir líka eitthvað í málunum. Hér sér maður mikið af því að almenningur er að nota vistvæna orku, sólar og vindorku t.d. Hér hugsar fólk um hvað það kostar að nota rafmagn, hvernig heppilegast er að hita upp híbýli sín og hvernig hægt er að spara orku. ´Almennt séð virðist fólk hugsa þessi mál til langs tíma en ekki bara fram á næsta ár, fólk er tilbúið til að fjárfesta í vistvænni orku.
Það myndi gleðja mitt litla hjarta að sjá t.d. vindmyllur á Íslandi til rafmagnsframleiðslu, mér er nefnilega farið að finnast þetta vera órjúfanlegur hluti af fallega landslaginu hér í sveitinni á Sjálandi, ef þetta virkar hér þá get ég ekki ímyndað mér annað en að það virki í rokinu á klakanum. Hefðum kannski getað sleppt því að rústa óspilltri nattúru hálendisins okkar með Kárahnjúkavirkjun!!
Um bloggið
Einar Björnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar