Með höfuðið í sandinum!

Það er dálítið skrítið að sitja hérna í Danaveldi og fylgjast með lífinu heima á Íslandi.  Sjálfsmiðað er sú skilgreining sem mér finnst núna að gildi fyrir  Íslenskt samfélag.  Hvernig dettur pistlahöfundi á Mogganum í hug að þeir sem vinni að úrbótum í loftslagsmálum erlendis séu þar með í samkeppni við Íslendinga, heldur hann að hvergi í veröldinni séu menn að huga að þessu annarsstaðar en á klakanum?  Íslendingum finnst einhvernveginn að þeir séu alltaf í fararbroddi þó svo að það sé ekki raunin.

 Hér í Danmörku er ekki bara töluverð umræða um þessi mál, fólk gerir líka eitthvað í málunum.  Hér sér maður mikið af því að almenningur er að nota vistvæna orku, sólar og vindorku t.d.  Hér hugsar fólk um hvað það kostar að nota rafmagn, hvernig heppilegast er að hita upp híbýli sín og hvernig hægt er að spara orku. ´Almennt séð virðist fólk hugsa þessi mál til langs tíma en ekki bara fram á næsta ár, fólk er tilbúið til að fjárfesta í vistvænni orku.

 Það myndi gleðja mitt litla hjarta að sjá t.d. vindmyllur á Íslandi til rafmagnsframleiðslu, mér er nefnilega farið að finnast þetta vera órjúfanlegur hluti af fallega landslaginu hér í sveitinni á Sjálandi, ef þetta virkar hér þá get ég ekki ímyndað mér annað en að það virki í rokinu á klakanum.  Hefðum kannski getað sleppt því að  rústa óspilltri nattúru hálendisins okkar með Kárahnjúkavirkjun!!


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björnsson

Höfundur

Einar Björnsson
Einar Björnsson
Miðaldra Íslenskur kalrmaður sem er búinn að komast að því að hann er bara "kótelettukall"
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband