23.6.2008 | 18:53
Ísland í dag!!
Það er dálítið skrítið að vera íslendingur í Danmörku núna. Allt að fara til fjandans heima á Íslandi og maður situr og þakkar sínum sæla fyrir að vera kominn af klakanum. En það fylgir þó bögull skammrifi. Ég er nefnilega einn af þeim sem þigg lífeyri frá Íslandi og tekjur mínar virðast minnka með hverjum deginum. En þá er að gera það sem stjórnmálamenn á Íslandi virðast bara geta ráðlagt öðrum en ekki gert sjálfir, herða beltið og bíta á jaxlinn. En hvernig er það heima á Íslandi. ætlar almenningur ekki að gera neitt? Á að láta taka sig í ósmurt endalaust? Ég veit það ekki en hef svo sem ekki miklar væntingar um að Íslandingar standi upp og krefjist þess að njóta lífskjara sem teljast eðlileg í löndunum í kringum okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.