Í kreppunni felast tækifæri.

Nú er virðist almenningur heima á Íslandi vera að vakna, vakna upp við vondan draum.  Það er komið í ljós að það samfélag sem búið var að skapa heima á Íslandi var reist á brauðfótum og gott betur en það.   Engin ábyrgð hjá ráðamönnum og engum dettur til hugar að segja af sér eða draga sig í hlé, enda sjá þeir nú ekki ástæðu til þar sem vandinn er jú einhverjum öðrum að kenna. 

Ég nenni ekki að eltast við það nú hver gerði hvað og hvernig þetta allt kom til, það á eftir að skoða það vel á næstunni.  En það er ljóst að núna er tækifæri til að stokka spilin og skapa nýtt samfélag. 

Ísland er smáríki. Stærð þess býður upp á möguleika til að útfæra lýðræði á annan hátt heldur en er gert í stærri samfélögum.  Nútímatækni býður upp á möguleika til að kjósa án verulegs kostnaðar og fyrirhafnar um svo að segja hvað sem er.  Það er ekkert því til fyrirstöðu að skapa stjórnmálakerfi sem gerir okkur kjósendum kleyft að hafa mun meiri áhrif á lagasetningu og stjórn samfélagsins í heild.  Að koma í veg fyrir þessa fáránlegu pólítík sem tröllriðið hefur Íslandi síðustu áratugi t.d. í Reykjavík síðustu ár. 

 Núna þarf að kjósa til þings sem getur gert breytingar á stjórnarskrá og mynda þjóðstjórn sem getur stýrt landinu þar til hægt er að kjósa eftir nýju fyrirkomulagi.

Það þarf að koma inn þjóðaratkvæðagreiðsluákvæði í stjórnarskrá og gera kjósendum kleyft að virkja það með samstöðu ef þeim finnst þörf krefja. 

Það þarf að gera landið að einu kjördæmi og jafna atkvæðisrétt að fullu. 

Það þarf að gera fólki kleyft að kjósa einstaklinga en ekki bara flokka á þing.

Það þarf að gera kjósendum kleyft að kjósa menn út á miðju kjörtímabili ef þeir eru ekki að standa sig. 

Það þarf að gera þingið virkt, eins og nú er þá er lagasetning á höndum framkvæmdavaldsins, þingið er í raun bara brandari. 

Það þarf að aðskilja að fullu framkvæmdavald og dómsvald og koma í veg fyrir að ráðherrar geti troðið sínum mönnum í embætti dómara. 

Það þarf að afnema skipunarvald ráðherra. 

Sköpum nýtt samfélag með lýðræði og manngildi að leiðarljósi.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björnsson

Höfundur

Einar Björnsson
Einar Björnsson
Miðaldra Íslenskur kalrmaður sem er búinn að komast að því að hann er bara "kótelettukall"
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband